Hubert Sandhofer Gelber Muskateller 2008

Austurrísk hvítvín geta verið yndislega fersk og arómatískt og þetta vín frá Hubert Sandhofer í Burgenland svíkur ekki unnendur slíkra vína.

Þrúgan Gelber Muskateller er þekkt undir mörgum nöfnum og sunnar í Evrópu er hún yfirleitt nefnt Moscatel eða Muscat og er til dæmis notuð í hið þekkta portúgalska sætvín Moscatel du Setubal.

Hér er hún hins vegar í þurri útgáfu með frískri rósa- og kryddjurtangan, kamillu og apríkósum. Hressilegt og aðlaðandi vín sem sýnir vel bragðpalettu þessarar þrúgu.

2.390 krónur

 

Deila.