Ramos Gin Fizz

Fizz-fjölskyldan eru gindrykkir þar sem koma við sögu sítróna og sykur ásamt gini. Hér er einn í Fizz-drykkur úr smiðju Christian Hagg á bar Kolabrautarinnar í Hörpunni.

4,5 cl Plymouth Gin

3,5 cl sítrónusafi

1,5 cl sykursíróp

2 cl rjómi

dass af eggjahvítu

Setjið í kokkteilhristara ásamt klaka og hristið vel og lengi. Ef hann er hristur nógu vel myndast forða ofan og drykkurinn minnir þá um margt á mjólkurhristing í útliti. Bragðið hins vegar létt og ferskt.

Hellið í glas og bætið við tveimur dössum af Orange Flower Water og einu dassi af Angostura Bitter.

Deila.