Treacle

Þessi flotti rommkokkteill kemur úr smiðju Christian Hägg sem er yfir barnum á Kolabrautinni í Hörpunni.

Vætið hrásykurmolaa með dassi af Angostura Bitter. Setjið í glas ásamt smáskvettu af sódavatni og merjið með staut til að leysa upp sykurinn.

Næst er helt í glasið:

5,5 cl Havana Club Especial

0,5 cl eplasafi

Setjið muldan klaka í glasið og hærið vel.

Bætið við smá klaka og dassi af eplasafa.

Skreytið með appelsínu-tvisti.

Deila.