Montecillo Crianza 2008

Montecillo Crianza er nú aftur komið í gpmlu litina sína. Þetta Rioja-vín sem hefur verið með þeim vinsælustu hér á landi síðustu áratugina fór um tíma í skærrauðan búning – það er að segja á flöskumiðanum – en er nú aftur orðið íhaldssamt og dökkrautt.

Innihaldið hefur hins vegar ekki breyst í gegnum tíðina, nema á milli árganga. 2008-árgangurinn er nú komin, það fyrsta sem mætir manni er kröftug, sæt og krydduð angan af eik, vanillu og örlitlu mokkakaffi. Ágætlega þykkur og þroskaður ávöxtur, dökk ber. Mjúkt. Gott matarvín.

1.999 krónur. Góð kaup.

 

Deila.