Ótrúlega einföld og fljótleg súkkulaðikaka

Þessi kaka inniheldur ekki mörg hráefni en er engu að síður mjög gómsæt. Það tekur enga stund að gera hana og er tilvalin að búa til ef gesti ber skyndilega að garði

· 150 gr. bráðið smjör

· 3 dl sykur

· 1 dl kakó

· 2 tsk vanillusykur

· 2 egg

· 2 dl hveiti

· Flórsykur

Stillið ofnin á 175 gráður með blæstri eða 200 gráður án blásturs.

Smyrjið smelluform (ég notaði 24 cm).

Bræðið smjörið á látið það kólna. Blandið þurrefnunum saman nema hveitinu. Setjið síðan eitt egg í einu út í blönduna og að síðustu bætið hveitinu við.

Bakið í cirka 10-20 mín allt eftir því hvað þið viljið hafa hana „blauta“.

Leyfið að kólna aðeins og sigtið flórsykur yfir. Berið fram með ís eða rjóma.

Deila.