Kjúklingur í suður-frönskum kryddlegi

Krydd og brögð Miðjarðarhafsins eru það sem skiptir máli í þessum kryddlegi sem hentar vel fyrir grillaðan kjúkling, t.d. kjúklingabringur eða úrbeinuð læri.

  • 2 dl hvítvín
  • 1 dl ólívuolía
  • 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1 msk rósmarín
  • 1 msk timjan
  • 1 msk óreganó
  • Maldonsalt
  • nýmulinn pipar

Blandið öllu saman í skál. Veltið kjúklingabitunum upp úr og látið liggja í leginum í að minnsta kosti klukkustund.

Grillið.

Deila.