Parker hælir Trivento

Golden Reserve vínin frá Trivento hafa víða slegið í gegn og ekki að ósekju. Í nýju hefti Wine Advocate, riti áhrifamesta víngagnrýnanda heims, Bandaríkjamannsins Roberts Parkers, eru Malbec og Syrah-vínin úr línunni, sem hér eru fáanleg tekin fyrir. Malbecinn fær 94 punkta hjá Parker og Syrah-vínið 93 punkta.

Við höfum nýlega fjallað bæði um Golden Reserve Malbec 2009 og Golden Reserve Syrah 2008.

Deila.