Baron de Ley Reserva 2007

Vínhúsinu Baron de Ley tekst yfirleit alveg einstaklega vel að gera vín sem eru í senn mjög nútímaleg en halda jafnframt í hin klassísku einkenni Rioja-víninni.

Þessi Reserva er kröftug, með djúpum, þroskuðum og samþjöppuðum ávexti, rauð ber, kirsuber og plómur sem fléttast fullkomlega saman við ristaða og kryddaða eikina. Svolítil sveit, reykur og tóbak en fyrst og fremst kröftugur ávöxtur. Samþjappað og nokkuð tannískt í munni, langt og mikið. Með öllu rauðu kjöti.

2.698 krónur. Frábær kaup.

Deila.