Alsace í Frakklandi er þekktast sem eitt af bestu hvítvínshéruðum Frakklands. Þar eru hins vegar einnig ræktuð rauðvín þótt í litlum mæli sé og þrúgan sem er notuð í þau vín er Búrgundarþrúgan Pinot Noir.
Vínið angar af rauðum berjum, hindberjum, jarðarberjum og kirsuberjum, rjómi, mild eik. Sýrumikið, svolítið tannískt, ekki þungt, ávaxtamikið. Berið fram örlítið kælt en þó alls ekki kalt. Kannski 14-15 gráður, svipað og ef um Beaujolais væri að ræða. Reynið t.d. með ofnbökuðum eða grilluðum kjúkling.
2.950 krónur.