Kokteilakeppni á Slippbarnum

Kokteilkeppni verður haldin á Slippbarnum miðvikudaginn 13. febrúar kl 19 þar sem margir af flottustu barþjónum landsins hrista saman frumlega drykki og Daddi Diskó mun halda uppi stuðinu.

Sex keppendur eru komnir í úrslit keppniinnar af 24 sem sendu inn uppskrift að kokteil. Þeir voru allir prófaðir og keppendur þurftu að spreyta sig á skriflegu prófi m.a um sögu Absolut og kokteila, taka þátt í blindsmakki af sterku víni ásamt blindsmakki af klassískum kokteilum.

Þeir sem keppa í úrslitakeppninni eru:

Jonny Jonsson á Kolabrautinni
Aðalsteinn Bjarni á Slippbarnum
Arnaldur Bjarnason á Tapashúsinu
Guðmundur Sigtryggsson á Hilton
Gunnsteinn Helgi Maríusson á Sushi Samba
Hilmar Alexander Steinsson á Loftið

Deila.