Spánverjinn Miguel Torres var sá fyrsti sem sá fyrir sér hin miklu tækifæri er fælust í vínrækt í Chile og hann hafði mikil áhrif á framleiðslu þar með því að innleiða nýja tækni og aðferðir. Síðan hafa margir fylgt í kjölfarið og víniðnaður Chile er nú með þeim framsæknustu í heimi. Santa Digna heldur þó alltaf sinni stöðu.
Það er töluverður reykur í nefinu, í bland við sólber og lakkrís, vottur af fjólum. Dökkur, þéttur ávöxturinn, svolítið skarpur, heldur áfram í munni, mjúk tannín, ágætis lengd, kryddað.
2.299 krónur.