Þessi kokteill franska barþjónsins Alexander Lamberts er ekki sætur þrátt fyrir nafnið en sætt marmelaðið sem notað er í kokteilinn mýkir hann þó á skemmtilegan hátt.
- 45 ml Glen Ellis whiskey
- 1 msk kirsuberjamarmelaði
- dass af sítrónusafa
- hálf eggjahvíta
Hrærið ásamt klaka og síið í kokteilglas. Skreytið með sneið af appelsínuberki og smá marmelaði.