Jacob’s Creek Sparkling Rose

Sparkling Rose er eins og nafnið gefur til kynna freyðandi rósavín, það er ástralskt að uppruna og þrúgurnar eru Pinot Noir og Chardonnay, þær sömu og notaðar eru í Champagne í Frakklandi. Þetta er vel gert flöskugerjað freyðivín, það er fallegt á lit, freyðir vel og þægilega og stíllinn elegant. Mild angan af jarðaberjum, hindberjum og kexi, smá ger, í munni sítrus. Þægileg áferð.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.