La Lus 2010

Piedmont í norðausturhluta Ítalíu er fyrst og fremst þekkt fyrir vín úr tveimur þrúgum, annars vegar Nebbiolo og hins vegar Barbera. Einherjir myndu vilja bæta við Dolcetto og það eru lika til fleir gamlar þrúgur á borð við Vespolinu. Það myndu fæstir hinsvegar  líklega nefna þrúgu að nafni Albarossa. Hún varð til við krossblöndun Nebbiolo og Barbera á fjórða áratug síðustu aldar (nú vilja sumir raunar meina að Nebbiolo hafi ekki verið notuð heldur forn frönsk þrúga).

Lalus er vín úr Albarossa-þrúgunni framleitt af Banfi og örugglega það fyrsta sem að hingað ratar enda einungis um handfylli framleiðenda sem að ræktar Albarossa. Leiðréttið mig endilega  í kommentakerfinu ef önnur Albarossavín hafa verið seld hér.

Lalus er mjög dökkt, svarblátt á lit. Í nefi krækiber, sólber en einnig rósir, tjara og kaffi. Það er öflugt, lúmskt  tannískt en mýkist hratt ef það fær að standa og þá verða kryddin í víninu sterkari, kaffið/eikin ryðst fram og tannínin grípa um vínið. Þetta er mjög áhugavert, vel gert vín sem gefur afskaplega mikið fyrir peninginn.

2.999 krónur. Frábær kaup á því verði.

Deila.