Cent’Anni Ripasso 2010

Ripasso vín frá Valpolicella eru vín þar sem hluta af vínleginum sem verður eftir við gerð Amarone-vína (sem eru gerð úr þurrkuðum þrúgum) er blandað saman við þrúgusafann fyrir gerjun.

Þetta vín er í þeim flokki, dökkt á lit, kryddað, sveskjur og rúsínur í nefi, vottur af brendum sykri. Mýkra og léttara í munni en maður á vona á, töluvert sætur ávöxtur.

2.580 krónur.

Deila.