El Circo Acróbata Garnacha 2012

Víngerðarsvæðið Carinena í Aragon á Spáni gott dæmi um gróskuna í spænskri víngerð. Þetta er stórt og mikið svæði, rúmir 14 þúsund hektarar í vínrækt,  og eitt elsta DO-svæði Spánar. Engu að síður hefur það ekki verið þekkt alþjóðlega, sem er að breytast því Carinena dælir nú út vel gerðum og ódýrum vínum.

Garnacha (einnig þekkt undir franska heitinu Grenache) er þrúga sem er mikið ræktuð á Miðjarðarhafssvæðum Frakklands og Spánar en hún er talinn eiga uppruna sinn að rekja til Aragon og þá jafnvel Carinena (eins og þrúgan Carignan).

Þetta er dökkt og ungt vín. Sætur og þéttur ávöxtur í nefi, dökk og sýrumikil ber, bláber, krækiber, svolítið kryddað,  ferskt í munni með góðum sýrustrúktúr. Flott ot vel gert.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.