Paul Mas Grenache Noir 2012

Vínhúsið Paul Mas er ágætt dæmi um þá miklu grósku sem er í vínrækt Suður-Frakklands, nánar tiltekið í Languedoc-héraðinu. Það hefur stækkað ört á síðustu árum og þá ekki síst með mikilli áherslu á útflutning.

Þetta er rauðvín úr Miðjarðarhafsþrúgunni Grenache og endurspeglar vel eiginleika hennar. Dökk rauð ber í nefi , kirsuber, lakkrís/anís, mjúkur, flottur ávötur með ferskri, nokkuð mikilli sýru, kröftugt og flott vín.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.