Emilio Moro 2011

Vínin frá Ribera del Duero hafa verið að vinna sér öflugan sess hér á landi enda er þetta eitt besta vínhérað Spánar. Þrúgan er sú sama og í Rioja, Tempranillo, þótt í Ribera gegni hún nafninu Tinto Fino.

Dökkt á lit, svarblátt, ilmur þungur með áberandi eik. Þroskaður sólberjasafi, krækiber, brenndur sykur, mokkakaffi og vanilla, vottur af reyk. Þétt og öflugt í munni, kröftugt en með mjög mjúkum tannínum, hefur góðan ferskleika. Þetta er vín fyrir Ribeye-steikurnar og T-Bone.

3.499 krónur. Frábær kaup á því verði.

Deila.