Köld graslaukssósa

Þessi graslaukssósa er ekki bara kaloríusnauð heldur tærasta snilld með grilluðu kjöti, hvort sem er lambi, nauti eða hreindýri. Hún er sömuleiðis góð með grilluðum kjúklingi.

  • 1 dós sýrður rjómi (5 eða 10%)
  • 1/2 búnt graslaukur, fínt saxaður
  • 1/3 búnt steinselja, fint saxað
  • 1/2 sítróna, pressuð
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • ólífuolía
  • Salt og pipar

Saxið graslaukinn og steinseljuna fínt og pressið hvítlaukinn. Hrærið saman við sýrða rjómann með gaffli. Pressið sítrónuna yfir og bætið við skvettu af ólívuolíu, tæpri matskeið eða svo. Smakkið til með salti og pipar.

Geymið í ísskáp í 1-2 klukkutíma áður en hún er borin fram.

Hlutfallið af kryddjurtum miðað við sýrðan rjóma er nokkuð hátt í þessari uppskrift. Það má minnka kryddjurtamagnið eða auka sýrða rjómann ef vill.

Deila.