Chateau St. Michelle Pinot Gris 2012

Chateau St. Michelle er eitt stærsta vínhús Washington-ríkis í norðausturhorni Bandaríkjanna. Þetta hvítvín er úr þrúgu sem ber mörg nöfn. Pinot Gris vísar líklega til að það er ekki síður verið að sækja í hinn franska stíl Alsace-héraðsins en hinn ítalska, þar sem að þrúgan heitir Pinot Grigio.

Þægileg, svolítið sæt angan af ferskjum, þroskaðri peru, eplum, sítrónuberki og blómum. Ágætlega þykkur ávöxtur í munni, svolítið sætur, kryddaður, vottur af fennel.

2.898 krónur. Góð kaup.

Deila.