Peter Lehmann Clancy’s 2010

Rauðvínið Clancy’s frá Peter Lehmann er blanda úr  þremur þrúgum, Shiraz, Merlot og Cabernet Sauvignon og þær njóta sín allar í þessu kröftuga, mjúka og kryddaða víni frá Barossa í Ástralíu.

Litur er dökkur og djúpur og það sama má segja um ilmkörfu vínsins. Sólbakaðar plómur, sólber, kryddað, þarna er lakkrís, mynta og líka áberandi viður sem lýsir sér í reyk og vanillutónum. Heitt í munni, safaríkur, sætur ávöxtur, mjúk tannín og lífleg sýra. BBQ-vín.

2.898 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.