Rauðvínslegin grísagrillspjót með mynturaíta

Kebabspjót eru vinsæl við austurhluta Miðjarðarhafsins og marineringin með óreganó og kanil ásamt jógúrtsósunni er sótt þangað. Það er best að nota grísagúllas og þarf að gera ráð fyrir um 150 g af kjöti á mann.

Marinering

  • 3 dl rauðvín
  • 4-6 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 tsk óreganó
  • 2 tsk timjan
  • 2 tsk cummin
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk sjávarsalt

Blandið öllu saman í skál. Látið kjötið marinerast í 1-2 klukkustundir. Það er líka tilvalið að setja marineringuna í plastpoka og geyma kjötið í leginum í ísskáp dagslangt eða jafnvel yfir nótt.

Hellið marineringunni í lítinn pott og sjóðið niður í um 10 mínútur.

GrísakebabÞræðið kjötbitunum á grillspjót. Saltið og piprið. Grillið og penslið með marineringunni nokkrum sinnum.

Penslið pítabrauð með olíu og grillið 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með mynturaíta. Notið uppskriftina að kóríander-raita sem þið finnið með því að smella hér en skiptið út kóríander fyrir um lúku af myntu.

Deila.