Baron de Ley Tres Vinas 2009

Það er leyfilegt að rækta þrjár hvítar þrúgur í héraðinu Rioja á Spáni. Viura, Malvasia og Garnacha Blanco. Það er að segja ef vínið á að falla innan ramma DOC-reglna Rioja. Þetta magnaða hvítvín frá hinu framsækna vínhúsi Baron de Ley heitir Tres Vinas og vísar til þess að allar þrúgurnar þrjár er að finna í blöndunni.

Við fjölluðum fyrst um 2008 árganginn af þessu víni, sem var sá fyrsti sem að kom á markaðinn hér. 2010 er bæði í sama anda en einnig nokkuð frábrugðið. Þetta er fullorðins hvítvin, hefur náð þeim þroska sem þarf, mikið, flókið og hrikalega magnað. Gult á lit, þurrkaðir ávextir, hnetur, míneralískt og sætt hunang. Feitt og þykkt í munni. Stórkostlegt matarvín, minnir á vandað Búrgundarvín en á broti af verðinu.

2.999 krónur. Stórkostleg kaup.

Deila.