Lasagna með ostasósu

Lasagna er hægt að gera á nær endalausa vegu. Klassískt lasagna er með kjötsósu og hvítri Béchamel-sósu. Hér gerum við hins vegar ostasósu með ferskum mozzarellakúlum.

 • 500 g nautahakk
 • 1 pakki ferskar lasagnaplötur
 • 1 laukur fínskorinn
 • 1 tsk Sambal Olek
 • 2 hvítlauksrif pressuð
 • 1 dós tómatar
 • Krydda eftir smekk, t.d. óreganó og timjan
 • salt
 • pipar

Ostasósa:

 • 500 gr.kotasæla
 • 2 pokar ferskur mozarellaostur (250gr)
 • 1 egg
 • 1/2 dós sýrður rjómi (18%)
 • klípa múskat

Byrjið á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn í olíu, ,setjið síðan kjötið út á pönnuna og tómata. Kryddið.

Sósan er næst. Skerið mozarellakúlurnar  í bita og blandið öllu saman sem á að vera í sósunni. Saltið og piprið.

Raðið næst kjötsósunni og lasagnablöðunum og ostasósunni á víxl í eldafast mót.  Endið á skammti af ostasósunni. Rífið líka smá parmesanost ofan á  Ég var með tvær hæðir og frekar stórt mót ef þið eruð með minna mót þá ættuð þið að geta gert fleiri lög af sósu og plötum.

Bakið við  225 gráður í 20-30 mín

 

 

Deila.