Pierre Sparr Gewurztraminer 2012

Gewurz-hlutinn í nafni þrúgunnar Gewurztraminer þýðir krydd og þetta er vissulega oft með þeim þrúgum sem gefur af sér mest arómatísku  vínin. Þetta flotta hvítvín frá Pierre Sparr í Alsaceer ágætt dæmi um það.

Lyche-ávöxtur í nefi, arómatískt, blómaangan, rósalauf, jasmín og bergamó. Í munni þurrt, þykkt og feitt en jafnframt með ferskri og góðri sýru. Skólabókar Gewurztraminer. Reynið þetta vín með asískum réttum, t.d. taílenskri Tom Kha Kai súpu. 

2.650 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.