Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon BIB

Casillero del Diablo frá Concha y Toro er með þekktustu vínum heims og hefur notið gífurlegra vinsælda, enda gæðin stöðug og afskaplega góð miðað við verð. Það hlaut því að koma að því, vegna mikillar eftirspurnar í norðurhluta Evrópu, að þessi vín kæmu í þriggja lítra kassa eða beljum eins og þær eru stundum kallaðar.

Vínið er þétt og fínlegt, þægileg sólberjaangan, örlítið krydduð, með innslagi af  myntu og öðrum kryddjurtum auk þess sem smá nýmalað kaffi gægist í gegn. Mild tannín og mjúkur ávöxtur í munni, ágætis lengd. Virkilega flott kassavín, alvöru vín.

6.499 krónur eða sem samsvarar 1.625 krónur á 75 cl flösku.

Deila.