Cloudy Bay Sauvignon Blanc 2013

Við fjölluðum á dögunum um Chardonnay-vínið frá nýsjálenska vínhúsinu Cloudy Bay. Það er hins vegar vínið úr þrúgunni Sauvignon Blanc sem gerði Cloudy Bay að heimsþekktu vínhúsi og stuðlaði að því að koma Nýja-Sjálandi rækilega á vínkortið. Eins og öll nýsjálensk vín þá er Cloudy Bay með skrúfuðum tappa.

Vínið er sneisafullt af sætum, þroskuðum hitabeltisávexti, greip, ástaraldin, stikilsber, vottur af steinefnum og smá reykur. Í munni mikil dýpt í ávextinum, þykkt og þurrt. Virkilega vel gert vín.

4.499 krónur. Frábær kaup.

Deila.