Adobe Merlot Reserva 2013

Adobe eru vín frá Emiliana-vínhúsinu í Chile sem leggur áherslu á lífræna ræktun á öllum sínum vínum. Það má að miklu þakka víngerðarmanninum Alvaro Espinoza á sínum tíma en hann hefur verið helsti frumkvöðull suður-amerískrar víngerðar í að innleiða lífrænar og lífefldar aðferðir við vínrækt.

Merlot Reserva er fullt af dökkum, ungum og fínum ávexti, plómur, bláber, svolítið kryddað, lakkrís, kaffi. Þægilegt, ungt og hentar vel með grillkjöti og nautakjöti.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.