Chateau la Sauvageonne 2012

Chateau la Sauvageonne er ein af eignum Gérard Bertrand í Suður-Frakklandi og er ekrur Sauvageonne að finna á sillum í 300 metra hæð í hæðunum norðaustur Montpellier. Bertrand hefur á undanförnum árum verið að færa sig út í lífeflda ræktun (biodynamic) og hafa ekrur Sauvageonne verið lífefldar frá árinu 2012. Þrúgurnar sem eru ræktaðar í Sauvageonne eru Syrah og Grenache og nálægðin við hafið og hæðin yfir flæðarmáli býr til einstaklega flott ræktunarskilyrði sem tryggir ferskan og flottan ávöxt.

Sólber, krækiber og rifs í nefi, ávöxturinn þroskaður, sætur, kryddjurtir og austræn krydd, sedrusviður. Ferskur, þéttur og flottur ávöxtur, tannsískt, langt. Gefið smá tíma til að opna sig.

2.969 krónur. Frábær kaup.

Deila.