Vina Monty Crianza 2010

Vina Monty er ný vínlína frá Bodegas Montecillo í Rioja sem er klassísk í stílnum, hér er það ameríska eikin sem er ríkjandi og setur ríkan svip á vínið.

Árgangurinn 2010 var afbragðsgóður í Rioja og þetta vín er þar engin undantekning. Vina Monty Crianza hefur nokkuð dökkt yfirbragð, djúpur, þykkur svartur ávöxtur, þroskaður og heitur út í það að vera þurrkaður, sultaður, kaffi og kókos, töluvert kryddað, reykur. Þykkt og mjúkt, reykurinn og eikin áberandi. Nautakjötsvín.

2.098 krónur. Frábær kaup.

Deila.