Cune Rosado 2013

Rósavín hafa verið ein helsta tískubylgjan í víni víða í Norður-Evrópu á síðustu árum, ekki síst á Norðurlöndunum. Þau hafa hins vegar aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hér á landi sem vafalítið má að miklu leyti rekja til veðurfars. Það breytir hins vegar ekki því að hér má fá alveg hreint hin ágætustu rósavín.

Cune er gæðavínhús í Rioja og það á við um rósavínið frá því líka. Þrúgan er Tempranillo, sú sama og í rauðvínunum, fallegur rauðbleikur litur, fersk angan af sumarberjum, hindber og jarðber, þurrt og ferskt, ávaxtaríkt. Sumarvín.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.