Amarula fékk gull

Niðurstöður í International Wine & Spirit Competition 2015 liggja nú fyrir en árlega velja 300 dómarar frá 30 ríkjum úr þau vín og þá drykki sem þykja skara fram úr. Meðal þeirra drykkja sem fengu gullverðlaun að þessu sinni voru Amaraula Cream og Amarula Gold rjómarlíkjörarnir frá Suður-Afríku.

Við fjölluðum á sínum tíma um hvernig Marula-ávöxturinn sem vex á trjám í norðurhluta Suður-Afríku er nýttur til framleiðslu á Amarula og má lesa þá grein hér.

Þá höfum við í gegnum árin nýtt Amarula bæði í fjölbreyttar uppskriftir að kokteilum en einnig í matargerð og má finna þær með því að smella hér.

Deila.