Bramito del Cervo Chardonnay 2014

bramitoBramito del Cervo er Chardonnay-vín frá Sala-kastala eða Castello della Sala í hjarta víngerðarhéraðsins Orvieto í Úmbríu á Ítalíu. Þar hefur þekktasti vínframleiðandi Ítalíu, Piero Antinori, um rúmlega tveggja áratuga skeið framleitt vínið Cervaro della Sala sem segja má að sé hið hvíta flaggskip Ítalíu. Nokkur önnur vín eru framleidd undir merkjum Castello della Sala og er Bramito eitt af þeim.

Fölgult á lit, í nefi leynist ekki hinn ítalski uppruni, blóm og þroskaður ávöxtur, gul epli og sítrus, ávöxturinn verður suðrænni eftir því og Chardonnay-legri eftir þvísem vínið opnar sig, ananas ferskjur og eikin fléttast saman við. Þykkt, ferskt, míneralískara eftir því sem á dregur. Vel balanserað, klassavín í þessum verðflokki.

90%

2.699 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.