Gerard Bertrand Gris Blanc 2015

IMG_1183Gris Blanc er rósavín frá suður-franska framleiðandanum Gérard Bertrand, eitt af nokkrum virkilega frambærilegum rósavínum þess vínhúss. Gris Blanc er gert úr þrúgunni Grenache, nánar tiltekið afbrigðinu Grenache Gris, sjaldgæfu afbrigði sem hægt er að finna í Suður-Frakklandi og Grenache Blanc. Rétt eins og Pinot afbrigðið Pinot Gris verður Grenache Gris  þrúgan örlítið bleikfjólublá þegar að hún nær fullum þroska.

Litur vínsins er fölappelsínugulur, það hefur fínlega angan af rifsberjum og rauðum berjum, jarðarberjum, hvít blóm, kryddjurtir,  vottur af suðrænari ávöxtum, Létt og ferskt í munni með þéttum ávexti, þurrt og fínlegt.

 

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Sumarlegt og suður-franskt.

  • 8
Deila.