Montes Cabernet Sauvignon Reserve 2014

IMG_1459Aurelio Montes var einn þeirra fyrstu sem að veðjuðu á víngerðarhéraðið Colchagua, dal sem teygir sig frá Kyrrahafinu í vestri inn í landið í átt að Andesfjöllunum. Þarna er nú að finna mörg af bestu rauðvínum Chile og ekki síst er það Cabernet sem að brillerar í loftslagi Colchagua-dalsins.

Mjúkur og þykkur ávöxtur, rauð, þroskuð ber,sólber,  töluvert kryddað, þarna er sedrusviður og tóbakslauf, mokka, örlítil mynta, mikil mýkt og þykkt í munni, tannín silkimjúk.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Yndislegt vín.

  • 8
Deila.