Baron de Ley Rosado 2015

IMG_1180Rósavínið frá Baron de Ley í Rioja er gert úr þrúgunni Tempranillo rétt eins og rauðvínin og eins og önnur vín frá þessu frábæra vínhúsi er það afskaplega vel gert. Liturinn er fölbleikur og tær, angan mild, rauð skógarber, rifsber, trönuber,  springur út í munni með ferskum jarðarberjum og eplum, þurrt með ferskri og flottri sýru.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Virkilega vel gert rósavín.

  • 8
Deila.