Vernissage Rosé 2015

Þetta kassavín – eða ætti maður kannski að kalla það töskuvín – kassinn er mótaður eins og elegant handtaska, er suður-franskt, gert úr Syrah-þrúgum ræktuðum í Languedoc. Vínið kemur frá sænska vínhúsinu Oenoforos sem lætur framleiða fyrir sig vín víða um Evrópu og hefur einnig hafið framleiðslu, eða kannski öllu heldur eftirvinnslu sjálft á vínum úr innfluttum vínsafa í framúrstefnulegu víngerðarhúsi í Suður-Svíþjóð er ber nafnið Nordic Sea Winery. Vínin frá Oenoforos hafa verið afskaplega vinsæl á Norðurlöndunum, ekki síst Svíþjóð og nokkur þeirra hafa ratað hingað upp á síðkastið.

Liturinn á þessu rósavín er ljósbleikur með smá gulum tónum, í nefinu rauð ber, gúmmínammi, örlítill appelsínubörkur, greipávöxtur,  létt með smá sætu í munni, ekki alveg þurrt, sýrulágt.

60%

3.920 krónur fyrir 1,5 lítra eða sem samsvarar 1.920 krónum á venjulega flöskustærð.

  • 6
Deila.