Cote Mas Rosé Aurore 2015

IMG_1585Cote Mas línan frá suður-franska vínhúsinu Paul Mas var upprunalega þróuð til að vera húsvín veitingastaðarins sem rekin er við vínhúsið í Languedoc. Sú er ennþá raunin sem setur auðvitað ákveðinn þrýsting á víngerðina, það þýðir ekkert fyrir vínhús með metnað að bjóða upp á annað en prýðilegt húsvín á eigin veitingastað.

Rósavínið í Cote Mas-línunni er fallega bleikt og angan af sætum og þroskuðum rauðum berjum, jarðarberjum, hindberjum og skógarberjum, örlítill vottur af blómum. Sætur og sumarlegur ávöxturinn heldur áfram í munni en vínið hefur líka ágæta sýru. Smá sumar á flösku.

70%

1.980 krónur. Mjög góð kaup, fínasta vín fyrir sólríka sumardag.a.

  • 7
Deila.