Fagnaðarerindinu fagnað á Bryggjunni

Það er ljóst að jólabjórarnir munu setja sterkan svip sinn á mörg veitingahús á næstunni. Komu Fagnaðarerindisins verður þannig til dæmis fagnað með bravúr á lög- og uppeldisheimili hans, Bryggjunni Brugghús næstkomandi fimmtudag.

Fagnaðarerindið er jólabjór Bryggjunnar Brugghús og því hyggst Bryggjan slá upp í örlítinn gleðskap í tilefni þess að bjórinn flæðir nú um dælurnar. Gleðskapurinn hefst klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.

Stefán Pálsson flytur Fagnaðarerindi, hugvekju um bjór og jólin og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar tekur síðvar við og telur í tónlistarveislu. Athugið að Fagnaðarerindið er á gleðistundarverði allt kvöldið.

Dagskrá:
17.00 – 20.00 Fríir Bruggtúrar á heila tímanum. Léttar veitingar í boði og 100 fyrstu gestirnir frá frítt smakk af Fagnaðarerindinu.
20.00 Bergur Gunnarsson bruggmeistari kynnir jólabjórinn og Stefán Pálsson flytur Fagnaðarerindi.
22.00 Samúel Jón Samúelsson Big Band stígur á svið.

Bjórstíllinn er belgískur dubbel. Auk þess að vera fáanlegur á dælum á Bryggjunni Brugghús er einnig  hægt að nálgast Fagnaðarerindið í völdum verslunum ÁTVR. Fagnaðarerindið kemur í 750 ml flöskum sem eru handfylltar og koma þær í takmörkuðu upplagi.

Bruggmeistari Bryggjunnar er Bergur Gunnarsson.

Deila.