Umbala Grande Reserve BIB

img_3333-2Umbala hljómar svona svolítið sem steríótýpískt nafn á suður-afrískt vín og fær ákveðnar bjöllur til að hringja. Þegar vínið er komið í glasið kemur hins vegar í ljós hið prýðilegasta rauðvín af kassavíni að vera. Blandan er Cabernet, Shiraz og Pinotage, dökkt á lit, yfirbragðið heitt, suðrænt, þroskað og áfengt, kryddaður dökkur ávöxtur, sultaðar plómur, mikil jörð og lakkrís, mjúkt og heitt í munni.

70%

6.480 krónur fyrir þrjá lítra eða sem jafngildir rétt rúmlega 1.600 krónum per 75 cl flösku. Góð kaup.

  • 7
Deila.