Heilagur Patrekur tekur völdin

Dagur Heilags Patreks verndardýrlings Íra  St. Patrick’s Day er farinn að festa sig í sessi hér á landi, að minnsta kosti á börum borgarinnar sem margir fagna með Írum með því að bjóða upp á drykki þar sem írskt viský er í aðalhlutverki. Dagurinn er haldinn hátíðlegur 17. mars á þessu ári. Þetta er  einn helsti frídagur Íra og er einnig mikið um dýrðir þar sem innflytjendur af írsku bergi brotnir eru áberandi, s.s. í Boston, Chicago og New York.

All nokkrir barir í Reykjavik og Selfossi verða með sérstaka drykki þar sem írsk hráefni á borð við Jameson-viský eru notuð í kokteilana af þessu tilefni og verða drykkirnir í boði út marsmánuð. Við höfum farið á St. Patricks rölt undanfarin ár og fengið nokkrar uppskriftir í fararnesti eins og Holy Patrick frá Sushi Samba, Miss Belfast frá Slippbarnum, White Irish frá K-Bar. St. Arnar frá Public House og Harbour Sour frá Forréttabarnum. Uppskriftirnar að þeim finnið þið með því að smella hér.

Á meðfylgjandi korti má sjá þá bari sem að taka þátt að þessu sinni.

Deila.