Styttist í magnaða bjórhátíð – Maine Beer Box

Þann 24. júní verður haldin einstök bjórhátíð á hafnarbakka Eimskips í Sundahöfn. Eimskip og Maine Brewers Guild hafa blásið til mikillar veislu þar sem hátíðargestum gefst einstakt tækifæri að smakka handverksbjóra frá Maine í sambland við það besta frá Íslandi.

Maine ríki og nánast allt Nýja England er annálað fyrir mikla bjórmenningu. Mikill fjöldi handverksbrugghúsa er á svæðinu og mjög erfitt að nálgast bjóra frá þeim nema með því að heimsækja fylkið. Meðal þeirra 40 brugghúsa sem verða á hátíðinni eru Allagash, Bissell Brothers, Maine Beer Company og Baxter Brewing en 78 bjórar verða samtals frá Maine á hátíðinni.

Þessi hátíð er búin að vera í burðarliðnum í smá tíma en fyrir nokkrum árum byrjaði Eimskip að sigla til og frá Portland í Maine. Maine Brewers Guild vildu ólmir kynna bjóra sína um allan heim og einnig kynnast öðrum bruggurum. Takmarkið er ekki að fara inn á erlenda markaði heldur að kynnast fólki, mismunandi framleiðslu aðferðum og menningum. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni hversu hratt handverksbjór virðist vera að sækja í sig veðrið hér á landi og varð því Reykjavík varð fyrir valinu í ár en til stendur að gera þetta árlega og halda þá bjárhátíð í mismunandi löndum.

Takmarkað er af miðum í boði og má nálgast þá og meiri upplýsingar á slóðinni https://midi.is/atburdir/1/10070/Bjorfestival-Maine_Beer_Box

Deila.