Domaine de Malandes Petit Chablis 2016

Domaine de Malandes er lítið fjölskyldurekið vínhús í Chablis sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá okkur enda vínin þaðan nær undantekningalaust virkilega vel gerð og aðlaðandi. Þessi Petit Chablis er einhver sá besti sem að við höfum smakkað frá þeim, einstaklega sjarmerandi hvítvín. Þéttur og þægilegur sítrusávöxtur í nefi, limóna, greipbörkur, míneralískt, svolítið feitt og mjúkt en með yndislega þægilegri sýru sem gefur ferskleika.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Með skelfiski, jafnvel humar.

  • 8
Deila.