Chateau Guibon er eitt af vínhúsunum sem að sá angi hinnar áhrifamiklu Lurton-fjölskyldu sem er sprottin undan hinum magnaða André Lurton stýrir. Lítið vínhús á Entre-deux-Mers-svæðinu sem hafði verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því á tímum frönsku byltingarinnar áður en að Lurtonarnir komu að rekstrinum.
Vel gert og dæmigert Bordeaux-vín, blanda úr Merlot og Cabernet Sauvignon eins og vera ber. Sólber og krækiber í nefi, mild krydd, vottur af súkkulaði, eikin gefur smá reyk og vanillu. Mild og mjúk tannín. Þægilegt og vel gert Bordeaux-vín.
80%
2.150 krónur. Frábær kaup á því verði. 2015 árgangurinn var virkilega góður og það endurspeglast hér.
-
8