Pares Balta Blanc de Pacs 2016

Cusine-fjölskyldan rekur einhverja víngerð Pénedes-héraðsins, Pares Balta,  suður af Barcelona og leggur áherslu á lífræna ræktun á þrúgurnar sem notaðar eru í vínin. Blanc de Pacs er eitt af einfaldari vínunum sem að þau framleiða en er engu að síður hið prýðilegasta hvítvín, framleitt úr katalónsku þrúgunum Parellada, Xarello og Macabeu. Vínið er ljósgult á lit, í angan þess gul epli, nokkuð þroskuð, sítrónubörkur, hálmur og hunang, nokkuð míneralískt. Það er þokkalega fersk, með mildri og þægilegri sýru. Þokkalegasta sumarvín.

70%

1.999 krónur. Góð kaup. Fínn fordrykkur.

  • 7
Deila.