Finca el Encinal Roble 2016

Finca el Encinal er vínhús í Ribera del Duero á Spáni sem er í eigu Bodegas Franco Espanolas í Rioja. Rétt eins og still móðurhússins þá er stíllinn hér fínlegur, elegant og sígildur. Vínið er dökkt á lit, eikin er framarlega í nefinu, mjúk, sæt og með mildri rist, vanilla, súkkulaði og mildur reykur blandast saman við plómur, bökuð bláber og kirsuber, Í munni hefur fínið góða þykkt og mýkt, tannín eru mjúk en öflug og gefa víninu reisn, það hefur góða sýru og ágætis lengd. Mjög vel gert Ribera fyrir peninginn.

91%

2.290 krónur. Frábær kaup. Fær hálfa auka stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða. Með rauðu kjöti.

  • 9
Deila.