Mazzei-fjölskyldan hefur stundað vínrækt í Toskana í einar 26 kynslóðir og Fonterutoli-vínin eru með bestu vínum Chianti-svæðisins. Badiola er hins vegar vín sem er gert undir skilgreiningunni IGT Toscana Rosso þar sem að þrúgunum Merlot og Petit Verdot er hér blandað saman við Toskana-þrúguna Sangiovese. Þetta er þægilegt og aðgengilegt vín, dimmrauður ávöxtur, rifsber og kirsuber, þurrt og kryddað og með hinum dæmigerðu „sveitaeinkennum“ góðra Toskana-víni, smá hesthús. Fersk og fin sýra, fínasta matarvín.
80%
2.799 krónur. Frábær kaup. Þetta er fín fyrir góða pastarétti með kjötsósu en líka rautt kjöt, kalkún og önd.
-
8