Gerard Bertrand Pinot Noir Réserve Spéciale 2018

Languedoc-Roussillon er með heitustu og sólrikustu vínræktarsvæðum Frakklands en Pinot Noir-þrúgurnar sem notaðar eru í þetta rauðvín eru ræktaðar á þeim ekrum sem eru hvað hæst yfir sjávarmáli þar sem að Búrgundarþrúgan nýtur sín hvað best. Það er fagurrautt, í nefi jarðarber og kirsuber, örlítill vottur af gúmmí-sælgætishlaupi, það er létt með ágætri sýru og mildum, mjúkum ávexti og vott af eik. Þetta er vín sem nýtur sín best ef það er borið fram örlítið kælt (16-18 gráður) með ljósu kjöti, s.s. grilluðum kjúkling.

70%

2.599 krónur. Mjög góð kaup. Með ljósu kjöti.

  • 7
Deila.