Louis Latour Cuvée Latour 2018

Louis Latour er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki í Búrgundarhéraði í Frakklandi, hefur verið starfrækt í rúmlega tvær aldir og á eina af 50 hektara af ekrum víðs vegar um héraðið. Pinot Noir-þrúgurnar sem fara í Cuvée Latour koma fyrst og fremst af suðurhluta Cote-d’Or-svæðisins auk þess sem einnig eru notaðar þrúgur frá þorpunum Santenay og Auxey-Duresses. Þetta er þægilegur ungur Búrgundar-pinot, liturinn dimmrauður og í nefi brómber, rifser, kóngabrjóstsykur og jörð. Í munni, þurrt, sýrumikið með léttum, ungum ávexti. Þetta er fínasta sumarvín sem nýtur sín vel við 16-18 gráður, t.d. með grilluðum kjúkling eða laxi.

80%

3.299 krónur. Mjög góð kaup. Fín sumar-Pinot Noir

  • 8
Deila.