Domaine de la Baume Rosé 2018

Domaine de la Baume er suður-franskt vínhús skammt frá Béziers í Languedoc. Rósavínið frá la Baume er gert úr Búrgundarþrúgunni Pinot Noir. Það hefur fölan bleikan lit og í nefi eru rauð ber, rifsber og títuber, ferkur sítrus. Þurrt, með ferskri, flotti sýru. Þetta er ekta sumarvín, fínt sem fordrykkur í sólinni eða með léttum réttum í suður-evrópskum stíl. Reynið t.d. með Caprese Salati.

80%

2.399 krónur. Frábær kaup. Ferskt og sumarlegt vín.

  • 8
Deila.